Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. maí 2023 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom inn á og fór aftur út af í hálfleik - „Aðallega svekkjandi fyrir hann"
Ívar Orri hér lengst til vinstri.
Ívar Orri hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Gissurarson, ungur leikmaður HK, lenti í því óhappi að meiðast stuttu eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Víkingum í Bestu deildinni í gær.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

Ívar Orri kom inn á fyrir nafna sinn, Ívar Örn Jónsson, seint í fyrri hálfleik. Ívar Örn hafði þá meiðst.

„Hann fær smá aftan í lærið og vildi ekki taka neina sénsa. Það var lítilvægleg tognun, ekkert risadæmi - við þurftum að koma í veg fyrir að það yrði það," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um meiðsli Ívars Arnars í gær.

Hann var spurður út í meiðsli Ívars Orra og hvort það hafi ekki verið svekkjandi að gera aðra skiptingu í hálfleik.

„Það er aðallega svekkjandi fyrir hann. Það atvikaðist þannig að hann kemur inn á og boltinn lendir einhverja 60 metra í hlaupalínunni hans. Hann var því miður ekki klár í það," sagði Ómar Ingi. „Í ljósi þess að hann kláraði þessar 3-4 mínútur þá held ég að hann sé ekki alveg farinn í fætinum, en þetta er einhver smá tognun."

HK hefur komið á óvart í upphafi móts og var ekki langt frá því að vera fyrsta liðið til að taka stig af Víkingum í gær.
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Athugasemdir
banner
banner