Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nice kaupir Sanson af Aston Villa (Staðfest)
Mynd: EPA
OGC Nice er búið að festa kaup á miðjumanninum Morgan Sanson frá Aston Villa.

Sanson gekk til liðs við Nice síðasta haust á lánssamningi og hefur franska félagið ákveðið að kaupa leikmanninn.

Nice borgar rúmlega 3 milljónir punda fyrir Sanson, sem er 29 ára gamall og kom að sjö mörkum í 32 leikjum á tímabilinu.

Sanson gekk til liðs við Aston Villa í janúar 2021 en kom aðeins við sögu í 23 leikjum með félaginu.

Villa keypti Sanson frá Marseille fyrir um 15 milljónir punda, en þar áður lék hann fyrir Le Mans og Montpellier.

Sanson spilaði 18 leiki fyrir yngri landslið Frakklands en tók aldrei skrefið upp í A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner