Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 23. júní 2017 21:51
Mist Rúnarsdóttir
Jóhannes Karl: Ómetanleg reynsla
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni þjálfara HK/Víkings en lið hans beið lægri hlut gegn Val í Borgunarbikarkeppninni fyrr í kvöld. Leikurinn fór 5-0 fyrir Pepsi-deildarliðinu en Jóhannes Karl gat engu síður tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 HK/Víkingur

„Við gerðum ákveðna hluti vel. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum legið til baka og reynt að halda stöðunn en við leysum það ekki jafn vel um leið og við þurfum að ýta upp völlinn þá opnast of mikið og færslurnar voru of hægar miðað við það tempó sem Valur spilar fótbolta á.“

„Við gerum ein mistök og Elín Metta refsar okkur fyrir það. Erum ekki að færa nægilega hratt og gefum henni tíma. Við vitum alveg að það má ekki,“
sagði Jóhannes Karl.

En fannst honum úrslitin gefa rétta mynd af leiknum?

„Þetta er náttúrulega bikarleikur. Hefðu einhver mörk skipt máli þá hefðum við ekki farið í þennan leikstíl. Við hefðum ekki opnað okkur svona mikið þannig að þetta gefur kannski rétta mynd af þessum leik sem bikarleik en það eru ekki fimm mörk á milli þessara liða.“

Þrátt fyrir tapið var Jóhannes Karl ánægður með að hafa fengið að mæta einu af bestu liðum landsins. Bæði til samanburðar við eigið lið og til að leikmenn HK/Víkings öðlist dýrmæta reynslu.

„Við viljum sjá hvar liðið stendur. Það skiptir okkur miklu máli að komast í 8-liða úrslitin og við vorum búin að óska eftir því að fá eitt af stóru liðunum og fá reynslu út úr því. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir margar af þessum stelpum.“

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner