Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júní 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Hrífast af uppgangi Manchester United
Mynd: Getty Images
„Þetta er að verða hörkulið. Þeir eru stórhættulegir," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson, Hjammi, í enska Innkastinu í dag þar sem rætt var um lið Manchester United.

Manchester United keypti Bruno Fernandes í janúar og orðrómur er um að Jack Grealish eða Jadon Sancho komi til félagsins í sumar.

„Ég er mjög hrifinn af United í augnablikinu. Ein kaup eins og Bruno (Fernandes) smita út í liðið. Allir eru orðnir bjartsýnir aftur. Ég tala nú ekki um ef Pogba fer að rífa fram skóna og hætta þessu veseni," sagði Ingimar Helgi Finnsson.

„Ef ég væri United maður myndi ég vilja fá annan miðvörð, maður væri orðinn svolítið þreyttur á Lindelöf. Síðan er það þessi hægri kantstaða sem hefur verið vandamál."

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á föstudaginn en liðið mætir Sheffield United á morgun.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið en þar var rætt meira um Manchester United, Paul Pogba, Ole Gunnar Solskjær og Bruno Fernandes.
Enska Innkastið - Man Utd á uppleið og Íslandstenging Lloris
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner