Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. júní 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Skrifar undir ef hann verður aðalmarkvörður Man Utd
Powerade
Henderson hefur varið mark Sheffield United af stakri prýði.
Henderson hefur varið mark Sheffield United af stakri prýði.
Mynd: Getty Images
Bayern gerði tilboð í Sane.
Bayern gerði tilboð í Sane.
Mynd: Getty Images
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins. Ýmislegt sem ensku götublöðin eru að grúska í þennan þriðjudaginn.

Dean Henderson (23), markvörður Manchester United, mun aðeins skrifa undir nýjan samning á Old Trafford ef hann er hugsaður sem aðalmarkvörður. Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Henderson sem hefur leikið frábærlega á láni hjá Sheffield United. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur möguleika á að fá Willian (31) á frjálsri sölu frá Chelsea en Brasilíumaðurinn verður samningslaus í sumar. (Daily Mail)

Barcelona hefur lækkað verðmiðann á Philippe Coutinho úr 100 milljónum punda í 63 milljónir. Liverpool hefur ekki áhuga á að endurheimta þennan 28 ára Brasilíumann. (Mirror)

Matteo Guendouzi (21), miðjumaður Arsenal, gerði grín að launamuninum við Neal Maupay (23) hjá Brighton þegar þeir rifust eftir viðureign liðanna um helgina. (Mail)

Bayern München hefur gert 36 milljóna punda tilboð í Leroy Sane (24) sem ætlar ekki að framlengja við Manchester City. (The Sun)

Franski bakvörðurinn Layvin Kurzawa (27) hjá Paris St-Germain hefur fengið nýjan fjögurra ára samning í hendurnar. Arsenal og Chelsea hafa áhuga á honum. (France Football)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá Kurzawa ef brasilíski vinstri bakvörðurinn Caio Henrique (22) fer til Porto. (Mundo Deportivo)

Belgíski hægri bakvörðurinn Thomas Meunier (28) mun ganga í raðir Borussia Dortmund frá Paris St-Germain á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í þessum mánuði. Meunier hefur samþykkt fjögurra ára samning við þýska félagið. (Bild)

Edinson Cavani (33) mun hafna því að skrifa undir stutta framlengingu á samningi sínum við PSG til að klára Meistaradeildina og frönsku deildina. Hann mun yfirgefa franska félagið í sumar. (RMC Sport)

Watford og Crystal Palace munu bæði reyna að fá skoska vængmanninn Ryan Fraser (26) þegar samningur hans við Bournemouth rennur út þann 30. júní. (Express)

Mögulegt er að það verði ekki endurteknir leikir í FA-bikarnum á næsta tímabili til að létta á leikjaplaninu. (Sun)

Stuðningsmenn Ajax settu upp borða fyrir utan æfingasvæði félagsins á mánudaginn þar sem kamerúnski markvörðurinn Ande Onana (24) er beðinn um að vera áfram hjá félaginu. Barcelona, Chelsea og Tottenham hafa áhuga. (Mail)

Umboðsmaðurinn Mino Raiola er í viðræðum við Arsenal og Roma um samning sem myndi gera það að verkum að Henrikh Mkhitaryan (31) og Justin Kluivert (21) skipta um félög. (Calciomercato)

Arsenal mun ákveða í dag hvort félagið ætli að halda brasilíska miðverðinum David Luiz (33), spænska miðverðinum Pablo Marí (26), portúgalska hægri bakverðinum Cedric Soares (28) og spænska miðjumanninum Dani Ceballos (23). (Sun)

Dean Smith, stjóri Aston Villa, vill að dómarar í ensku úrvalsdeildinni geri meira til að verja Jack Grealish (24) en hann er sá leikmaður sem oftast er brotið á í ensku úrvalsdeildinni. (Star)

Króatíski miðjumaðurinn Mario Pasalic (25) hefur gengið í raðir Atalanta í ítölsku A-deildinni. (Sky Sports)

Chelsea fékk 13,5 milljónir punda fyrir Pasalic sem mun hjálpa félaginu að eltast við Ben Chilwell (23) og Kai Havertz (21) í sumar. (Evening Standard)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur varað félög við því að refirnir muni berjast fyrir því að halda Chilwell. (Mail)

Rennes í Frakklandi reiknar með að halda Eduardo Camavinga (17) á næsta tímabili þrátt fyrir að franski U21-landsliðsmaðurinn hafi verið orðaður við Real Madrid síðustu vikur. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner