Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 23. júní 2021 21:57
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hann má alveg greina leikinn og koma með einhver XG
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við erum svekktastir með það að detta út úr bikarnum það er stór hluti að komast áfram, þú vinnur og þú tapar og það er ekkert jafntefli í bikar. Við gerðum 7-8 breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og það sem ég vill segja þeir er að ég er gríðarlega stolltur að þeim sem komu inn á í leiknum og lögðu sig 100% í verkefnið og gerðu sig vel gildandi í okkar leik og okkar hóp þannig við erum mjög ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Ágústar Gylfasonar eftir tapið gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Grótta

„Leikurinn þróaðist dálítið þannig að mér fannst við spila nokkuð öflugan leik og gáfum í rauninni HK bara leik og vorum alveg inn í honum allan tíman að mínu vitu og hefðum alveg getað jafnað hérna í lokin þar sem þeir lögðust til baka og við sóttum grimmt á þá."

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK vildi meina að þetta hafi verið verðskuldaður sigur hjá HK og var Ágúst Gylfason ekki sammála því.

„Mér finnst það bara algjör þvæla hjá honum, hann má alveg greina leikinn og koma með einhver XG og eitthvað svoleiðis. Kannski er það gott hjá honum að segja það, jákvætt fyrir HK að vinna leik loksins og gott fyrir þeirra áframhald en við gáfum þeim ekkert eftir og þetta var bara hörkuleikur, þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og það var jafnræði með liðunum að mínu viti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Ágúst Gylfason var meðal annars spurður út í framtíð Péturs Theódors.
Athugasemdir
banner
banner