Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jose Enrique hlær að óförum Man Utd
Jose Enrique.
Jose Enrique.
Mynd: Getty Images
Það hefur gengið illa hjá Manchester United að ganga frá kaupum í sumar og virðist sem leikmenn séu ekkert sérlega spenntir að fara þangað.

United var að enda við það að eiga skelfilegt tímabil þar sem liðið endaði í sjötta sæti og tókst ekki að vinna titil.

Margir leikmenn hafa verið orðaðir við Man Utd í sumar, en enn sem komið er hefur félaginu ekki tekist að semja við einn né neinn.

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er einn af þeim sem hefur verið orðaður við United en miðað fréttir sem bárust í vikunni að þá ætlar að hann hafna United og vera áfram í London; annað hvort hjá Brentford eða Tottenham.

Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur mjög gaman að því að sjá leikmenn hafna United eins og sjá má á Twitter-aðgangi hans.

„Enn einn leikmaðurinn sem hafnar Man Utd í sumar… Ata legooooooooooo,” skrifar Enrique.

Það styttist í það að United muni byrja að æfa aftur eftir sumarfrí og er útlit fyrir að Erik ten Hag, nýr stjóri liðsins, muni byrja sitt fyrsta undirbúningstímabil með engan nýjan leikmann.


Athugasemdir
banner
banner
banner