Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   sun 23. júní 2024 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea að fá það besta frá Brasilíu síðan Neymar fór þaðan
Mynd: Getty Images
Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras, tjáði sig um Estevao Willian á fréttamannafundi fyrr á þessu ári. Chelsea tilkynnti í gær um kaup á brasilíska ungstirninu sem kemur þó ekki til enska félagsins fyrr en eftir að næsta tímabili lýkur.

„Þessi leikmaður er frábrugðin öllu sem ég hef séð," sagði Ferreira sem er þekktur fyrir að vera mjög jarðbundinn. En hann gat ekki haldið aftur af sér þegar hann ræddi um hinn 17 ára Willian eftir sigur á Botafogo í síðasta mánuði.

„Estevao er besti leimaður sem hefur komið úr brasilískum fótbolta síðan Neymar fór til Barcelona. Þegar þú horfir á hann þá verður þú ástfanginn," sagði Joao Paulo Sampaio við BBC. Sampaio er yfirmaður akademíunnar hjá Palmeiras.

„Hann heillar með tækni sinni en, eins og Neymar á sama tíma á ferlinum, þá hefur hann ekki þroskast líkamlega og er ekki jafn sterkur og Endrick (sem er að fara til Real Madrid), svo hann getur ennþá þróast mjög mikið. Það er það sem kemur öllum á óvart, tilhugsunin að hann getur orðið miklu, miklu betri."

Estevao skrifaði undir samning hjá Nike þegar hann var 10 ára gamall sem gerir hann að yngsta Brasilíumanni sögunnar til að fá samning hjá Nike.

Hann er hægri kantmaður sem getur einnig spilað fyrir aftan fremsta mann. Hann setur stefnuna á að vera kominn í brasilíska landsliðið fyrir árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner