Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 23. júní 2024 19:59
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara grautfúlt að tapa. Við erum í góðri stöðu í hálfleik og langt fram í síðari hálfleik og fáum fullt af tækifærum til að gera út um leikinn. Höldum boltanum vel langar stundir í byrjun síðari hálfleiks og erum að skapa ágætis möguleika á að skapa meiri hættu, en bara nýtum ekki þá sénsa. Svo komu kaflar þar sem að KA menn þrýstu okkur til baka, voru farnir að þrýsta upp mörgum mönnum og menn farnir aðeins að verja þann hlut sem að við höfðum. Við verjumst bara mjög illa þeim tveimur fyrirgjöfum sem að þeir skora úr, '' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir 3-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Gestirnir lentu undir í upphafi leiks, en voru fljótir að svara fyrir sig og Kennie Chopart jafnaði strax í kjölfarið. Þeir komust svo yfir stuttu fyrir hálfleiksflautið, en féllu mögulega aðeins of aftarlega þegar að líða tók á leikinn og hleyptu KA mönnum í fyrirgjafastöður sem að á endanum kostaði þá leikinn.

„Við virtumst vera með þetta í hendi, en þegar að það munar bara einu marki að þá er það voðalega lítið. Við vorum að verjast mjög vel, en svo þegar að þeir koma boltanum fyrir og það er ekki nægileg pressa á þeim sem að er að fara að senda hann og við náum ekki að loka sendingarleiðinni að þá getur oft skapast hætta og þeir með marga menn inni í teig,'' sagði Rúnar.

En hvernig metur Rúnar byrjunina á sínu starfi hjá Fram?

„Við vissum að við værum að fara í erfitt verkefni að breyta hér hlutum og okkur tókst mjög vel í fyrstu fimm leikjunum, en síðustu 5-6 leiki höfum við ekki fengið það útúr leikjunum sem að við hefðum óskað okkur en þannig er þetta bara. En svona heilt á þetta allt litið - 13 stig, maður hefði viljað hafa það töluvert meira en við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.''


Athugasemdir
banner
banner