West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   sun 23. júní 2024 19:59
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara grautfúlt að tapa. Við erum í góðri stöðu í hálfleik og langt fram í síðari hálfleik og fáum fullt af tækifærum til að gera út um leikinn. Höldum boltanum vel langar stundir í byrjun síðari hálfleiks og erum að skapa ágætis möguleika á að skapa meiri hættu, en bara nýtum ekki þá sénsa. Svo komu kaflar þar sem að KA menn þrýstu okkur til baka, voru farnir að þrýsta upp mörgum mönnum og menn farnir aðeins að verja þann hlut sem að við höfðum. Við verjumst bara mjög illa þeim tveimur fyrirgjöfum sem að þeir skora úr, '' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir 3-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Gestirnir lentu undir í upphafi leiks, en voru fljótir að svara fyrir sig og Kennie Chopart jafnaði strax í kjölfarið. Þeir komust svo yfir stuttu fyrir hálfleiksflautið, en féllu mögulega aðeins of aftarlega þegar að líða tók á leikinn og hleyptu KA mönnum í fyrirgjafastöður sem að á endanum kostaði þá leikinn.

„Við virtumst vera með þetta í hendi, en þegar að það munar bara einu marki að þá er það voðalega lítið. Við vorum að verjast mjög vel, en svo þegar að þeir koma boltanum fyrir og það er ekki nægileg pressa á þeim sem að er að fara að senda hann og við náum ekki að loka sendingarleiðinni að þá getur oft skapast hætta og þeir með marga menn inni í teig,'' sagði Rúnar.

En hvernig metur Rúnar byrjunina á sínu starfi hjá Fram?

„Við vissum að við værum að fara í erfitt verkefni að breyta hér hlutum og okkur tókst mjög vel í fyrstu fimm leikjunum, en síðustu 5-6 leiki höfum við ekki fengið það útúr leikjunum sem að við hefðum óskað okkur en þannig er þetta bara. En svona heilt á þetta allt litið - 13 stig, maður hefði viljað hafa það töluvert meira en við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.''


Athugasemdir
banner
banner
banner