Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 23. júní 2024 19:59
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara grautfúlt að tapa. Við erum í góðri stöðu í hálfleik og langt fram í síðari hálfleik og fáum fullt af tækifærum til að gera út um leikinn. Höldum boltanum vel langar stundir í byrjun síðari hálfleiks og erum að skapa ágætis möguleika á að skapa meiri hættu, en bara nýtum ekki þá sénsa. Svo komu kaflar þar sem að KA menn þrýstu okkur til baka, voru farnir að þrýsta upp mörgum mönnum og menn farnir aðeins að verja þann hlut sem að við höfðum. Við verjumst bara mjög illa þeim tveimur fyrirgjöfum sem að þeir skora úr, '' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir 3-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Gestirnir lentu undir í upphafi leiks, en voru fljótir að svara fyrir sig og Kennie Chopart jafnaði strax í kjölfarið. Þeir komust svo yfir stuttu fyrir hálfleiksflautið, en féllu mögulega aðeins of aftarlega þegar að líða tók á leikinn og hleyptu KA mönnum í fyrirgjafastöður sem að á endanum kostaði þá leikinn.

„Við virtumst vera með þetta í hendi, en þegar að það munar bara einu marki að þá er það voðalega lítið. Við vorum að verjast mjög vel, en svo þegar að þeir koma boltanum fyrir og það er ekki nægileg pressa á þeim sem að er að fara að senda hann og við náum ekki að loka sendingarleiðinni að þá getur oft skapast hætta og þeir með marga menn inni í teig,'' sagði Rúnar.

En hvernig metur Rúnar byrjunina á sínu starfi hjá Fram?

„Við vissum að við værum að fara í erfitt verkefni að breyta hér hlutum og okkur tókst mjög vel í fyrstu fimm leikjunum, en síðustu 5-6 leiki höfum við ekki fengið það útúr leikjunum sem að við hefðum óskað okkur en þannig er þetta bara. En svona heilt á þetta allt litið - 13 stig, maður hefði viljað hafa það töluvert meira en við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.''


Athugasemdir
banner