Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 23. júní 2024 19:59
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Rúnar var grautfúll með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara grautfúlt að tapa. Við erum í góðri stöðu í hálfleik og langt fram í síðari hálfleik og fáum fullt af tækifærum til að gera út um leikinn. Höldum boltanum vel langar stundir í byrjun síðari hálfleiks og erum að skapa ágætis möguleika á að skapa meiri hættu, en bara nýtum ekki þá sénsa. Svo komu kaflar þar sem að KA menn þrýstu okkur til baka, voru farnir að þrýsta upp mörgum mönnum og menn farnir aðeins að verja þann hlut sem að við höfðum. Við verjumst bara mjög illa þeim tveimur fyrirgjöfum sem að þeir skora úr, '' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir 3-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

Gestirnir lentu undir í upphafi leiks, en voru fljótir að svara fyrir sig og Kennie Chopart jafnaði strax í kjölfarið. Þeir komust svo yfir stuttu fyrir hálfleiksflautið, en féllu mögulega aðeins of aftarlega þegar að líða tók á leikinn og hleyptu KA mönnum í fyrirgjafastöður sem að á endanum kostaði þá leikinn.

„Við virtumst vera með þetta í hendi, en þegar að það munar bara einu marki að þá er það voðalega lítið. Við vorum að verjast mjög vel, en svo þegar að þeir koma boltanum fyrir og það er ekki nægileg pressa á þeim sem að er að fara að senda hann og við náum ekki að loka sendingarleiðinni að þá getur oft skapast hætta og þeir með marga menn inni í teig,'' sagði Rúnar.

En hvernig metur Rúnar byrjunina á sínu starfi hjá Fram?

„Við vissum að við værum að fara í erfitt verkefni að breyta hér hlutum og okkur tókst mjög vel í fyrstu fimm leikjunum, en síðustu 5-6 leiki höfum við ekki fengið það útúr leikjunum sem að við hefðum óskað okkur en þannig er þetta bara. En svona heilt á þetta allt litið - 13 stig, maður hefði viljað hafa það töluvert meira en við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur.''


Athugasemdir
banner