Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júlí 2013 22:30
Jóhann Óli Eiðsson
Arsenal býður 40 milljónir og eitt pund í Suarez
Mynd: Getty Images
Ef eitthvað er að marka The Guardian þá hefur Arsenal sent Liverpool nýtt tilboð í Úrúgúæska framherjann Luis Suarez. Tilboðið hljóðar upp á 40 milljónir punda og einu pundi betur.

Í upphafi mánaðarins bauð Arsenal 30 milljónir auk fimm árángustengdra milljóna en því tilboði var hafnað. Nýja tilboðið er pundi hærra en 40 milljóna klásúlan sem Suarez hefur í samningi sínum og verður Liverpool því að leyfa honum að ræða við Lundúnaliðið.

Arsene Wenger virðist vera að tapa kapphlaupinu um Gonzalo Higuain, sem er á fullu í viðræðum við Napoli, og hefur því snúið athygli sinni að Luis Suarez á nýjan leik. Gangi kaupin í gegn mun Suarez verða langdýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins en Andrey Arshavin skartar þeim titli núna eftir að hann var keyptur á fimmtán milljónir punda frá Zenit.

Forráðamenn Liverpool eru þó allt annað en sáttir enda hafa þeir horft upp á Edison Cavani fara til PSG á 56 milljónir og seldu Fernando Torres til Chelsea fyrir 50 milljónir. Þeim finnst tilboð Arsenal því vera alltof lágt og íhuga að láta á það reyna hvort þeir þurfi að samþykkja tilboðið. Málið mun líklega skýrast á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner