„Miðað við hvernig við spiluðum hérna í dag er ég alveg hundfúll. KA-menn refsuðu okkur í hvert einasta skipti sem við áttum slaka sendingu.“ Sagði Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðabyggðar eftir 2-1 tap gegn KA í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Fjarðabyggð
„Við vorum komnir í ansi góðar stöður oft á vellinum og vorum að klikka á sendingum sem í sjálfu sér voru ekkert flóknar en við klikkuðum á þeim og það var kanski munurinn í dag.“
„Við vitum það alveg að við þurfum að gera betur. Þetta er annar tapleikurinn í röð og við þurfum að hífa upp um okkur brækurnar ef við ætlum að halda í við toppinn.“
„Nú er einhver stífla í markaskoruninni og við þurfum bara að fara á skotæfingu það er ekkert öðruvísi. Það er ekkert stress við vitum hvað við þurfum að gera of við lögum það.“
Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum fyrir ofan. Meðal annars um mögulega breytingar á hóp Fjarðabyggðar.
Athugasemdir