Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hefur mikla trú á Rashford: „Það er eitthvað að hjá Man Utd"
Mynd: EPA
Mynd: Twitter
Fótboltasérfræðingurinn og fyrrum atvinnumaðurinn Gary Lineker hefur mikla trú á Marcus Rashford sem er á leið til Barcelona á lánssamningi.

Rashford missti sæti sitt í liði Manchester United á síðustu leiktíð þar sem hvorki Erik ten Hag né Rúben Amorim virtust vera nógu ánægðir með vinnuframlag hans á æfingum eða í leikjum.

Lineker telur að nú hafi Rashford tækifæri til að byrja upp á nýtt í nýrri deild, en á sínu besta tímabili skoraði hann 30 mörk í 56 leikjum með Manchester United.

„Hann virðist vera kominn í rétt stand andlega og þetta verður frábær áskorun fyrir hann. Samkeppnin er rosaleg og hann verður líklega ekki byrjunarliðsmaður en það er svo mikið magn leikja framundan að hann mun fá nóg af tækifærum," sagði Lineker.

„Þeir eru auðvitað með Raphinha, Lewandowski og Yamal í fremstu víglínu en Lewandowski er ekki lengur upp á sitt besta, þó hann sé búinn að afreka ótrúlega hluti miðað við aldur.

„Ég held að þessi félagaskipti séu ekki bara góð fyrir Marcus heldur líka fyrir Barcelona. Þegar hann er upp á sitt besta þá er hann ótrúlega góður."


Lineker hélt áfram og talaði um aðra leikmenn sem hafa yfirgefið Man Utd í síðustu gluggum og hversu vel þeim hefur verið að ganga hjá öðrum félagsliðum.

„Það er eitthvað að hjá Manchester United. Leikmenn sem yfirgefa félagið hafa flestir verið að gera frábæra hluti. Marcus var til dæmis frábær á láni hjá Aston Villa. Ég held að hann geti góða hluti hjá Barcelona."
Athugasemdir
banner