Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fim 23. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Vörðumst með ellefu menn
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gameplanið virkaði vel hjá okkur. Við gáfum lítið af færum en Víkingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og við setjum mark fljótlega úr föstu leikatriði og náðum að halda því fram í hálfleik og í seinni hálfleik hélt þetta áfram en við fengum kannski nokkur góð upphlaup og hættuleg til þess að skora en Víkingar stjórnuðu leiknum.“
Sagði Ágúst Gylfason þjáfari Gróttu við fréttaritara um leikinn er Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldivellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Gróttumenn lágu í vörn nánast allann leikinn og gerðu það vel ef frá eru taldar nokkrar skyndisóknir sem liðið fékk. Gústi hefði að sjálfsögðu viljað sjá menn halda aðeins lengur út.

„Auðvitað. Þú vilt alltaf fá þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og miðað við færi þá er sanngjarnt 1-1. Það skiptir ekki alltaf máli hverjir eru með boltann VIð vörðumst með 11 menn fyrir aftan boltann yfirleitt og gáfum lítið af færum á okkur.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítaspyrnu í leiknum og eru margir á þeirri skoðun að þeir hafi verið snuðaðir um slíka í allavega tvígang. Hvernig horfði það víð Ágústi?

„Ég mæli með að þið kíkjið á síðasta leik þar sem við áttum að fá einhver víti. Þetta jafnast yfirleitt út.“

Kieran Mcgrath fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu í dag í stað Pétur Theodórs Árnasonar. Var Ágúst fyrst og fremst að hugsa um að dreifa álaginu með því?

„Bara leikjaálag ekkert öðruvísi, að hvíla menn. Við erum með stóran hóp og það er gott.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner