Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 23. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Vörðumst með ellefu menn
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gameplanið virkaði vel hjá okkur. Við gáfum lítið af færum en Víkingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og við setjum mark fljótlega úr föstu leikatriði og náðum að halda því fram í hálfleik og í seinni hálfleik hélt þetta áfram en við fengum kannski nokkur góð upphlaup og hættuleg til þess að skora en Víkingar stjórnuðu leiknum.“
Sagði Ágúst Gylfason þjáfari Gróttu við fréttaritara um leikinn er Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldivellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Gróttumenn lágu í vörn nánast allann leikinn og gerðu það vel ef frá eru taldar nokkrar skyndisóknir sem liðið fékk. Gústi hefði að sjálfsögðu viljað sjá menn halda aðeins lengur út.

„Auðvitað. Þú vilt alltaf fá þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og miðað við færi þá er sanngjarnt 1-1. Það skiptir ekki alltaf máli hverjir eru með boltann VIð vörðumst með 11 menn fyrir aftan boltann yfirleitt og gáfum lítið af færum á okkur.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítaspyrnu í leiknum og eru margir á þeirri skoðun að þeir hafi verið snuðaðir um slíka í allavega tvígang. Hvernig horfði það víð Ágústi?

„Ég mæli með að þið kíkjið á síðasta leik þar sem við áttum að fá einhver víti. Þetta jafnast yfirleitt út.“

Kieran Mcgrath fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu í dag í stað Pétur Theodórs Árnasonar. Var Ágúst fyrst og fremst að hugsa um að dreifa álaginu með því?

„Bara leikjaálag ekkert öðruvísi, að hvíla menn. Við erum með stóran hóp og það er gott.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner