Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 23. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Vörðumst með ellefu menn
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gameplanið virkaði vel hjá okkur. Við gáfum lítið af færum en Víkingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og við setjum mark fljótlega úr föstu leikatriði og náðum að halda því fram í hálfleik og í seinni hálfleik hélt þetta áfram en við fengum kannski nokkur góð upphlaup og hættuleg til þess að skora en Víkingar stjórnuðu leiknum.“
Sagði Ágúst Gylfason þjáfari Gróttu við fréttaritara um leikinn er Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldivellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Gróttumenn lágu í vörn nánast allann leikinn og gerðu það vel ef frá eru taldar nokkrar skyndisóknir sem liðið fékk. Gústi hefði að sjálfsögðu viljað sjá menn halda aðeins lengur út.

„Auðvitað. Þú vilt alltaf fá þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og miðað við færi þá er sanngjarnt 1-1. Það skiptir ekki alltaf máli hverjir eru með boltann VIð vörðumst með 11 menn fyrir aftan boltann yfirleitt og gáfum lítið af færum á okkur.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítaspyrnu í leiknum og eru margir á þeirri skoðun að þeir hafi verið snuðaðir um slíka í allavega tvígang. Hvernig horfði það víð Ágústi?

„Ég mæli með að þið kíkjið á síðasta leik þar sem við áttum að fá einhver víti. Þetta jafnast yfirleitt út.“

Kieran Mcgrath fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu í dag í stað Pétur Theodórs Árnasonar. Var Ágúst fyrst og fremst að hugsa um að dreifa álaginu með því?

„Bara leikjaálag ekkert öðruvísi, að hvíla menn. Við erum með stóran hóp og það er gott.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner