Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 23. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Vörðumst með ellefu menn
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gameplanið virkaði vel hjá okkur. Við gáfum lítið af færum en Víkingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og við setjum mark fljótlega úr föstu leikatriði og náðum að halda því fram í hálfleik og í seinni hálfleik hélt þetta áfram en við fengum kannski nokkur góð upphlaup og hættuleg til þess að skora en Víkingar stjórnuðu leiknum.“
Sagði Ágúst Gylfason þjáfari Gróttu við fréttaritara um leikinn er Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldivellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Gróttumenn lágu í vörn nánast allann leikinn og gerðu það vel ef frá eru taldar nokkrar skyndisóknir sem liðið fékk. Gústi hefði að sjálfsögðu viljað sjá menn halda aðeins lengur út.

„Auðvitað. Þú vilt alltaf fá þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og miðað við færi þá er sanngjarnt 1-1. Það skiptir ekki alltaf máli hverjir eru með boltann VIð vörðumst með 11 menn fyrir aftan boltann yfirleitt og gáfum lítið af færum á okkur.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítaspyrnu í leiknum og eru margir á þeirri skoðun að þeir hafi verið snuðaðir um slíka í allavega tvígang. Hvernig horfði það víð Ágústi?

„Ég mæli með að þið kíkjið á síðasta leik þar sem við áttum að fá einhver víti. Þetta jafnast yfirleitt út.“

Kieran Mcgrath fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu í dag í stað Pétur Theodórs Árnasonar. Var Ágúst fyrst og fremst að hugsa um að dreifa álaginu með því?

„Bara leikjaálag ekkert öðruvísi, að hvíla menn. Við erum með stóran hóp og það er gott.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner