Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geti farið í spennandi verkefni ef það kemur spennandi tilboð
Elín Metta í leik með Val.
Elín Metta í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru sögusagnir sem fóru á kreik í þessari viku um að ítalska stórliðið vildi fá íslenska sóknarmanninn Elínu Mettu Jensen í sinn leikmannahóp.

Elín Metta segir þetta spennandi en það velti á Val hvað gerist. „Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfara Vals, var spurður út í Elínu í vikunni, og framtíð hennar.

„Í sannleika sagt, þá sé ég ekki um dílana hér. Það er áhugi á góðum leikmönnum hjá okkur... hvort þetta hafi verið sönn saga (um Inter), veit ég ekki. Ef það kemur upp spennandi tilboð fyrir leikmenn, þá höfum við sýnt að leikmennirnir hafi fengið að fara í spennandi verkefni. Það fara fjórir leikmenn í atvinnumennsku frá okkur eftir síðasta tímabil," sagði Eiður.

„Elín kemur úr unglingastarfinu hjá Val og það er eðlilegt ef góðir leikmenn vilji fara í spennandi verkefni."

Það má horfa á allt viðtalið hér að neðan.
Eiður Ben: Ætlum að taka þann stóra og hinn, litli, er bónus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner