Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkumót kvenna: Suður-Afríka vann heimakonur í úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Marokkó 1 - 2 Suður-Afríka
0-1 Hildah Magaia ('63)
0-2 Hildah Magaia ('71)
1-2 Rosella Ayane ('81)


Marokkó og Suður-Afríka áttust við í úrslitaleik Afríkumóts kvenna og var gríðarlega mikil eftirvænting fyrir viðureignina.

Leikvangurinn var nánast fullur þremur tímum fyrir upphafsflautið þar sem áhorfendur reyndu að koma sér í bestu sætin. Allir miðar á leikinn kostuðu jafn mikið og eru sætin ekki númeruð.

Það komast 53 þúsund manns fyrir á leikvanginum og ef hann fylltist hefur aðsóknarmet verið slegið á kvennaleik í Afríkumótinu. Aðsóknarmetið var síðast slegið í undanúrslitum þegar rúmlega 45 þúsund manns horfðu á Marokkó slá Nígeríu úr leik.

Í kvöld hafði Suður-Afríka betur gegn heimakonum þökk sé Hildah Magaia sem skoraði tvennu á átta mínútna kafla. Magaia var meðal betri leikmanna sænsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð og er núna að raða inn mörkunum með Sejong Sportstoto í Suður-Kóreu.

Rosella Ayane, leikmaður Tottenham, minnkaði muninn undir lokin en það dugði ekki til. Suður-Afríka er Afríkumeistari kvenna 2022.

Þetta er í fyrsta sinn sem Suður-Afríka vinnur keppnina þar sem aðeins tvær þjóðir höfðu unnið hana hingað til - Nígería ellefu sinnum og Miðbaugs-Gínea tvisvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner