Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Mikilvægur sigur Malmö gegn Aroni - Glimt skoraði fimm
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lærisveinar Milos Milojevic hjá Malmö unnu góðan sigur á Sirius í efstu deild sænska boltans í dag. Aron Bjarnason spilaði fyrstu 77 mínúturnar úti á hægri kanti og var honum skipt út fyrir annan Íslending - Óla Val Ómarsson sem gekk í raðir félagsins fyrir tíu dögum.


Malmö var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók svo öll völd á vellinum þegar Denis Widgren fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks.

Malmö er í harðri toppbaráttu sem stendur, með 30 stig eftir 16 umferðir og einu stigi eftir toppliði Häkcen sem á tvo leiki til góða. Sirius er um miðja deild með 21 stig.

Malmö 3 - 1 Sirius
1-0 P. Sejdiu ('33)
2-0 M. Zeidan ('52)
2-1 F. Rogic ('87, víti)
3-1 P. Sejdiu ('89)
Rautt spjald: D. Widgren, Sirius ('49)

Í Noregi var Alfons Sampsted á sínum stað í hægri bakverðinum hjá Bodö/Glimt sem tók Jerv í kennslustund.

Amahl Pellegrino skoraði þrennu í fimm marka stórsigri sem kemur Glimt aftur upp í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum eftir toppliðum Molde og Lilleström.

Í fjórðu deildinni í Noregi vann Nardo sigur á Byasen í fjörugum sjö marka leik. Óttar Húni Magnússon er mála hjá Nardo.

Nardo er í fimmta sæti deildarinnar, ellefu stigum frá toppnum.

Bodö/Glimt 5 - 0 Jerv
1-0 Victor Boniface ('13)
2-0 Amahl Pellegrino ('39)
3-0 Ulrik Saltnes ('42)
4-0 Amahl Pellegrino ('45, víti)
5-0 Amahl Pellegrino ('48)

Nardo 4 - 3 Byasen ottar huni mag


Athugasemdir
banner
banner