Víkingur R. fór í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag og unnu nauman 1-2 sigur á KR. Aron Elís Þrándarson sneri aftur heim í Víking nú á dögunum og spilaði sinn fyrsta leik í dag og skoraði gott mark. Aron mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Víkingur R.
Mark og sigur hefði þetta getað verið betra?
„Nei ég held ekki, þetta var ótrúlega erfiður leikur fyrir okkur. Geggjað að skora sigurmarkið. Maður var ryðgaður í byrjun og langt síðan að maður spilaði en maður vann sig aðeins inn í þetta og fínt að ná 70 mínútum í dag."
„Geggjað lið sem ég er að koma inn í og forréttindi að fá að koma í sinn uppeldisklúbb á þessum stað sem við erum í dag, það gerir þetta enn sætara."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir