Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   þri 23. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chalobah ekki með Chelsea til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Mynd: Chelsea
Framtíð enska varnarmannsins Trevoh Chalobah er í óvissu eftir að hann var óvænt ekki valinn í leikmannahóp Chelsea sem er farinn í æfingaferð til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu.

Chalobah var að glíma við meiðsli á síðustu leiktíð en tókst að koma til baka og vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Chelsea í lok febrúar.

Nú hafa verið þjálfaraskipti og er mögulegt að Enzo Maresca, nýr þjálfari, hafi ekki áhuga á að nýta sér krafta Chalobah á komandi leiktíð.

Það lítur því út fyrir að Chelsea sé reiðubúið til að samþykkja að selja varnarmanninn sinn fyrir rétta upphæð og er hinn 25 ára gamli Chalobah tilbúinn til að róa á ný mið.

Chalobah er með fjögur ár eftir af samningi hjá Chelsea og er metinn á um það bil 13 milljónir evra, sem samsvara um 11 milljónum punda.

Nýju leikmennirnir Tosin Aarabioyo, Renato Veiga, Kiernan Dewsbury-Hall og Marc Guiu eru allir með í æfingaferðinni, þar sem Chelsea mun spila leiki við Wrexham, Celtic, Club América, Manchester City og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner