Ólafur Jóhannesson hefur verði þjálfari Vals undanfarin fimm ár með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar. Kristófer Sigurgeirsson kom inn í þjálfarateymið fyrir þetta tímabil.
Valur er að hefja viðræður við þjálfara um að taka svið starfi Ólafs Jóhannessonar sem hefur þjálfað liðið undanfarin fimm ár.
Heimir Guðjónsson þjálfari HB í Færeyjum og Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu.
Edvard Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals var ekki tilbúinn að staðfesta þetta þegar Fótbolti.net heyrði í honum í morgun.
„Við erum að skoða málin í víðu samhengi, það er of snemmt að segja til um í dag hvað verður. Við munum líklega vera með skýrari svör síðar í vikunni," sagði Börkur við Fótbolta.net.
Ólafur staðfesti hinsvegar að Valur hafi tilkynnt sér að félagið væri að hefja viðræður við annan þjálfara en vildi ekki tjá sig um það frekar.
Athugasemdir