Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 23. september 2019 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Valur að hefja viðræður við annan þjálfara
Ólafur Jóhannesson hefur verði þjálfari Vals undanfarin fimm ár með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar. Kristófer Sigurgeirsson kom inn í þjálfarateymið fyrir þetta tímabil.
Ólafur Jóhannesson hefur verði þjálfari Vals undanfarin fimm ár með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar. Kristófer Sigurgeirsson kom inn í þjálfarateymið fyrir þetta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er að hefja viðræður við þjálfara um að taka svið starfi Ólafs Jóhannessonar sem hefur þjálfað liðið undanfarin fimm ár.

Heimir Guðjónsson þjálfari HB í Færeyjum og Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu.

Edvard Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals var ekki tilbúinn að staðfesta þetta þegar Fótbolti.net heyrði í honum í morgun.

„Við erum að skoða málin í víðu samhengi, það er of snemmt að segja til um í dag hvað verður. Við munum líklega vera með skýrari svör síðar í vikunni," sagði Börkur við Fótbolta.net.

Ólafur staðfesti hinsvegar að Valur hafi tilkynnt sér að félagið væri að hefja viðræður við annan þjálfara en vildi ekki tjá sig um það frekar.
Athugasemdir
banner
banner
banner