Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Saliba að ganga í gegnum aðlögunarferli
William Saliba (til hægri) á æfingu hjá Arsenal í gær.
William Saliba (til hægri) á æfingu hjá Arsenal í gær.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn William Saliba hefur ekki verið valinn í leikmannahópa Arsenal til þessa en hann var keyptur í fyrra frá Saint-Etienne á 27 milljónir punda.

Þessi 19 ára leikmaður var lánaður aftur til Saint-Etienne og kláraði síðasta tímabil þar.

Meiðsli eru hjá varnarmönnum Arsenal og margir bjuggust við því að Saliba yrði kastað í djúpu laugina en það var ekki gert.

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes sem var keyptur frá Lille hefur byrjað í hjarta varnar Arsenal í báðum deildarsigrunum, gegn Fulham og West Ham.

Arteta segir að Saliba, sem var frá í þrjá mánuði á síðasta tímabili vegna meiðsla, sé að ganga í gegnum aðlögunarferli.

„William er á réttri leið og er að standa sig mjög vel. Hann er að aðlagast landinu, aðlagast félaginu," segir Arteta.

„Við megum ekki gleyma því að hann þurfti að glíma við áskoranir á síðasta tímabili vegna meiðsla. En hann er leikmaður sem verður mikilvægur okkur í framtíðinni. Hlutirnir taka smá tíma og við þurfum að virða það."

Arteta telur að Saliba og Gabriel muni læra mikið af David Luiz á þessu tímabili.

„Ég tel að hann sé mjög góð fyrirmynd fyrir þá, bæði sem persónuleiki og leikmaður. Ég tel að þeir séu heppnir að hafa hann hjá sér, með allt það sem hann hefur afrekað í leiknum," segir Arteta.

Arsenal mun í kvöld spila gegn Leicester á útivelli í enska deildabikarnum, Carabao Cup.
Athugasemdir
banner
banner