Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 12:45
Magnús Már Einarsson
KR spilar sjö leiki á 23 dögum - Gætu neyðst til að gefa leiki
„Algjörlega óásættanlegt fyrir okkur"
KR fagnar marki í sumar.
KR fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá KR.
Úr leik hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Útlit er fyrir að KR spili sjö leiki á síðustu 23 dögum tímabilsins í Pepsi Max-deild kvenna miðað við núverandi leikjaplan. KR hefur tvívegis farið í sóttkví í sumar og á því þrjá frestaða leiki eftir.

KR-ingar eru ósáttir við að ekki hafa verið spilað í landsleikjahléinu sem nú er að ljúka.

„Þetta er algjörlega óásættanlegt fyrir okkur. Við erum mjög ósátt. Við vorum að viðra þetta við KSÍ og fórum fram á að það yrði spilað í landsleikjahléi fyrir þau lið sem eru ekki með konur í landsliðinu. Menn tóku vel í því en við áttum að sjá um að gera breytingarnar og liðin tóku ekki vel í það. Við skiljum það alveg. Okkur hefði fundist að KSÍ hefði átt að taka af skarið í þessu," sagði Margrét Hafsteinsdóttir í meistaraflokksráði KR í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við erum ekki með atvinnumenn. Stelpurnar eru í vinnu og það verður þreyta ef við hugsum þetta bara út frá heilsu þeirra. Við erum mjög ósátt og erum að reyna að herja á KSÍ að breyta þessu."

KR á ekki marga yngri leikmenn sem geta komið inn í hópinn og hjálpað í baráttunni framundan.

„Við erum í samstarfi við Gróttu með 2 og 3. flokk og það eru margir hverjir af okkar yngri leikmönnum skráðir þar. Við þyrftum þá að mæta með 4. flokks leikmenn og það má ekki aldurslega séð."

„Við erum að reyna að ræða við KSÍ og við þurfum að finna einhverja leið til að losa okkur út úr þessum vanda. Ég þekki ekki reglurnar með að gefa leiki. Við myndum aldrei vilja fara þá leið en ef að við lendum í miklum meiðslum þá höfum við ekki mannskap,"
sagði Margrét.

KR er í botnsæti deildarinnar en framundan er mjög hörð fallbarátta næstu vikurnar.

Leikirnir sem KR á eftir
Föstudagur 25. september - Stjarnan (H)
Miðvikudagur 30. september - Selfoss (Ú)
Sunnudagur 4. október - Þróttur (Ú)
Miðvikudagur 7. október - Fylkir (Ú)
Sunnudagur 11. október - Þór/KA (H)
Miðvikudagur 14. október Breiðablik (H)
Sunnudagur 18. október - ÍBV (Ú)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner