Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 23. september 2020 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Tindastóll upp í Pepsi Max (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 0 - 4 Tindastóll
0-1 Bryndís Rut Haraldsdóttir
0-2 Hugrún Pálsdóttir
0-3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
0-4 Murielle Tiernan

Tindastóll er búinn að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta ári eftir þægilegan sigur á botnliði Völsungs í dag.

Bryndís Rut Haraldsdóttir, Hungrún Pálsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og skærasta stjarna liðsins, Murielle Tiernan, sáu um markaskorunina í dag.

Tindastóli var spáð toppbaráttu fyrir leiktíðina, þar sem þjálfarar og fyrirliðar spáðu Sauðkrækingum þriðja sæti eftir Keflavík og Haukum.

Stólarnir spiluðu enn betur en búist var við og eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar sem stendur og markatöluna 43-5.

Keflavík og Haukar berjast um 2. sætið. Þar eru Keflvíkingar með fjögurra stiga forystu en liðin eiga eftir að spila báðar innbyrðisviðureignirnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner