Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 23. september 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Svava Rós var á hækjum gegn Svíum
Kvenaboltinn
Svava á hækjum í gær.
Svava á hækjum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir var fjarri góðu gamni þegar Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni EM í gær.

Svava meiddist á æfingu á dögunum og var því á hækjum þegar leikurinn fór fram í gær.

Hin 24 ára gamla spilar með Kristianstad í Svíþjóð en hún gæti misst af næstu leikjum þar vegna meiðslanna.

Tímabilið er í fullum gangi í Svíþjóð en Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar.

Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli í gær en þessi lið eru að berjast um efsta sæti riðilsins sem gefur sæti á EM í Englandi árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner