Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. september 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Helgi á leið í nám til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson hefur átt gott tímabil með Breiðabliki og verið í stóru hlutverki í liði sem á möguleika á því að verða Íslandsmeistari á laugardag.

Það vekur athygli að samningur Alexanders við Breiðablik rennur út eftir tímabilið og spurði fréttaritari þjálfara Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, út í Alexander.

„Hann er að fara í nám til Svíþjóðar. Menn hafa metið það í sameiningu að bíða með að gera samning. Ef hann kemur heim þá verður hann í Breiðablik. Ef hann fer ekki út þá verður hann í Breiðablik, það er alveg ljóst," sagði Óskar Hrafn.

„Hann veit að við viljum ekkert frekar en að halda honum ef hann spilar á Íslandi og ég held hann vilji hvergi annars staðar spila, ég ætla þó ekki að fara tala fyrir hann. Hann ætlar að láta reyna á þetta nám sem er frábært hjá honum," sagði Óskar.

Alexander er 25 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og lék á sínum tíma átján leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner