Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill De Ligt - Martial orðaður við Spurs
Powerade
Matthijs de Ligt í enska boltann?
Matthijs de Ligt í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger í leik með Þýskalandi gegn Íslandi.
Antonio Rudiger í leik með Þýskalandi gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ricardo Pepi.
Ricardo Pepi.
Mynd: Getty Images
De Ligt, Martial, Karius, Martínez, Rudiger, Asensio, Lacazette og fleiri í áhugaverðum slúðurpakka þennan fimmtudag. Við minnum á að best er að hafa Powerade við hlið sér þegar slúðrið er skoðað.

Chelsea vill kaupa hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt (22) frá Juventus. (Mirror)

Basel í Sviss íhugar að reyna að fá þýska markvörðinn Loris Karius (28) frá Liverpool. (Bild)

Tottenham hefur verið orðað við tilboð í franska framherjann Anthony Martial (25) hjá Manchester United. (Express)

Barcelona þyrfti að borga 1,5 milljón punda til að leysa Roberto Martínez frá samningi við belgíska landsliðið. (Sport)

Martínez hefur talað niður umræðu um að hann gæti tekið við Börsungum af Ronald Koeman sem fær mikla gagnrýni. (Eurosport)

Bayern München hefur áhuga á þýska varnarmanninum Antonio Rudiger (28) hjá Chelsea. Leikmaðurinn vill skrifa undir nýjan samning á Stamford Bridge. (Bild)

Liverpool er með augastað á spænska vængmanninum Marco Asensio (25) hjá Real Madrid. (Fichajes)

Alexandre Lacazette (30) hefur ekki áhuga á að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Núgildandi samningur franska sóknarmannsins rennur út í lok tímabils. (Le10Sport)

Arsenal er tilbúið að selja þýska markvörðinn Bernd Leno (29) þegar janúarglugginn opnar. (Eurosport)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ýjar að því að Ruben Loftus-Cheek (25) þurfi að fara að sýna meira ef hann ætlar að vera leikmaður Chlelsea mikið lengur. (Express)

Manchester City hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði frá Borussia Dortmund í enska sóknarmanninn Liam Delap (18). (Football Insider)

Arsenal og AC Milan hafa áhuga á hollenska vængmanninum Noa Lang (22) hjá Club Brugge. (Express)

Njósnarar Barcelona hafa fylgst með Carl Rushworth (20) markverði Brighton sem er hjá Walsall á láni. (Mirror)

Tvö ensk úrvalsdeildarfélög, auk toppliða á Ítalíu og í Þýskalandi, hafa áhuga á bandaríska sóknarmanninum Ricardo Pepi (18) sem spilar fyrir FC Dallas. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner