Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
   fim 23. september 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ian Jeffs kveður ÍBV: Kominn tími til að prófa eitthvað nýtt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV, í sumar var hann aðstoðarþjálfari karlaliðsins og þjálfaði kvennaliðið einnig eftir að Andri Ólafsson hætti sem þjálfari liðsins.

Fótbolti.net ræddi við Jeffs eftir leik ÍBV gegn Gróttu í dag. Hvað tekur við hjá honum?

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

„Ekki hugmynd, ég tilkynnti stjórn karlaliðsins að ég yrði ekki áfram í þessu hlutverki. Það er ákvörðun sem ég tók og ég stefni á að breyta aðeins til og sjá hvað gerist. Mig langar að halda áfram að þjálfa," sagði Jeffs.

Það er svolítið að hugsa sér framtíð ÍBV án Ian Jeffs. „Ég er búinn að vera svolítið lengi hjá ÍBV, þjálfað kvenna- og karlaliðið sem og flesta flokka. Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ef það kemur eitthvað spennandi tækifæri upp þá skoða ég það," sagði Jeffs að lokum.

Jeffs var leikmaður ÍBV á árunum 2003-2007 og aftur 2011-2016. Jeffs var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner