Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV, í sumar var hann aðstoðarþjálfari karlaliðsins og þjálfaði kvennaliðið einnig eftir að Andri Ólafsson hætti sem þjálfari liðsins.
Fótbolti.net ræddi við Jeffs eftir leik ÍBV gegn Gróttu í dag. Hvað tekur við hjá honum?
Fótbolti.net ræddi við Jeffs eftir leik ÍBV gegn Gróttu í dag. Hvað tekur við hjá honum?
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 ÍBV
„Ekki hugmynd, ég tilkynnti stjórn karlaliðsins að ég yrði ekki áfram í þessu hlutverki. Það er ákvörðun sem ég tók og ég stefni á að breyta aðeins til og sjá hvað gerist. Mig langar að halda áfram að þjálfa," sagði Jeffs.
Það er svolítið að hugsa sér framtíð ÍBV án Ian Jeffs. „Ég er búinn að vera svolítið lengi hjá ÍBV, þjálfað kvenna- og karlaliðið sem og flesta flokka. Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ef það kemur eitthvað spennandi tækifæri upp þá skoða ég það," sagði Jeffs að lokum.
Jeffs var leikmaður ÍBV á árunum 2003-2007 og aftur 2011-2016. Jeffs var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir