Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 23. september 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ian Jeffs kveður ÍBV: Kominn tími til að prófa eitthvað nýtt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV, í sumar var hann aðstoðarþjálfari karlaliðsins og þjálfaði kvennaliðið einnig eftir að Andri Ólafsson hætti sem þjálfari liðsins.

Fótbolti.net ræddi við Jeffs eftir leik ÍBV gegn Gróttu í dag. Hvað tekur við hjá honum?

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

„Ekki hugmynd, ég tilkynnti stjórn karlaliðsins að ég yrði ekki áfram í þessu hlutverki. Það er ákvörðun sem ég tók og ég stefni á að breyta aðeins til og sjá hvað gerist. Mig langar að halda áfram að þjálfa," sagði Jeffs.

Það er svolítið að hugsa sér framtíð ÍBV án Ian Jeffs. „Ég er búinn að vera svolítið lengi hjá ÍBV, þjálfað kvenna- og karlaliðið sem og flesta flokka. Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ef það kemur eitthvað spennandi tækifæri upp þá skoða ég það," sagði Jeffs að lokum.

Jeffs var leikmaður ÍBV á árunum 2003-2007 og aftur 2011-2016. Jeffs var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner