Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 23. september 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ian Jeffs kveður ÍBV: Kominn tími til að prófa eitthvað nýtt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV, í sumar var hann aðstoðarþjálfari karlaliðsins og þjálfaði kvennaliðið einnig eftir að Andri Ólafsson hætti sem þjálfari liðsins.

Fótbolti.net ræddi við Jeffs eftir leik ÍBV gegn Gróttu í dag. Hvað tekur við hjá honum?

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 ÍBV

„Ekki hugmynd, ég tilkynnti stjórn karlaliðsins að ég yrði ekki áfram í þessu hlutverki. Það er ákvörðun sem ég tók og ég stefni á að breyta aðeins til og sjá hvað gerist. Mig langar að halda áfram að þjálfa," sagði Jeffs.

Það er svolítið að hugsa sér framtíð ÍBV án Ian Jeffs. „Ég er búinn að vera svolítið lengi hjá ÍBV, þjálfað kvenna- og karlaliðið sem og flesta flokka. Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ef það kemur eitthvað spennandi tækifæri upp þá skoða ég það," sagði Jeffs að lokum.

Jeffs var leikmaður ÍBV á árunum 2003-2007 og aftur 2011-2016. Jeffs var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner