Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. september 2021 09:16
Elvar Geir Magnússon
Martial nennir ekki að leggja neitt á sig
Anthony Martial fær harða gagnrýni.
Anthony Martial fær harða gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Dion Dublin lék fyrir Manchester United 1992-1994.
Dion Dublin lék fyrir Manchester United 1992-1994.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial „hefur ekki gert neitt" síðan hann gekk í raðir Manchester United fyrir sex árum. Þetta segir sparkspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Dion Dublin.

Það eru sjö mánuðir síðan franski sóknarmaðurinn skoraði síðast fyrir United og heillaði ekki í 1-0 tapi gegn West Ham í deildabikarnum í gær.

„Við þurfum að sjá meira frá Anthony Martial, ég er búinn að segja þetta margoft en hann er ekki að styrkja sína stöðu. Ég vil sjá hann svitna og setja boltann í markið. Hann hefur ekki gert neitt hjá United, það koma rispur þar sem maður heldur að hann sé að komast í gang en svo gerist ekkert," segir Dublin við BBC.

„Líkamstjáning hans er skelfileg. Hann nennir ekki að hlaupa og leggja á sig til að vera 'nían' í Manchester United. Liðið var lélegt á síðasta þriðjungi."

Martial skoraði aðeins sjö mörk í 36 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og missti svo af lokakaflanum vegna meiðsla. Ári áður skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum, hans besta tímabil til þessa.

Margir stuðningsmenn United hafa misst þolinmæðina gagnvart Martial ef marka má skrif á Twitter eftir leikinn. Einn sagðist hafa lagt meira á sig til að hita sér te en Martial hefði gert inni á vellinum.

Eftir leikinn var Ole Gunnar Solskjær spurður út í frammistöðu Martial en norski stjórinn sagðist ekki vilja ræða einstaka leikmenn heldur aðeins spilamennsku liðsins í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner