Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 23. september 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Börkur hættur í Fylki - Laursen með slitið krossband
Ásgeir Börkur
Ásgeir Börkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er hættur í Fylki en hann gekk aftur í raðir félagsins fyrir um ári síðan. Fylkir tryggði sér sæti í Bestu deildinni með því að vinna Lengjudeildina í sumar.

Frá þessu er greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. „Hann er alls ekki hættur," segir Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, í þættinum í gær. Fram kemur að Kórdrengir og Selfoss gætu reynt að fá Ásgeir Börk í sínar raðir.

Ásgeir Börkur er 35 ára gamall miðjumaður og er uppalinn í Árbænum og sneri aftur í Fylki eftir þriggja ára veru hjá HK. Í sumar spilaði hann í fimmtán leikjum með Fylki í Lengjudeildinni og byrjaði sjö þeirra.

Í þættinum var einnig greint frá því að Mathias Laursen, danski framherjinn sem lék með Fylki í sumar, væri með slitið krossband. Laursen skoraði fimmtán mörk í tuttugu leikjum í sumar en samningur hans við félagið rennur út þann 16. október.

Albert Brynjar hefur sjálfur glímt við meiðsli, lék ekkert í sumar, og gefur hann í skyn að hann muni ekki spila með Fylki í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner