Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 23. september 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Fyrsta markið var klaufalegt
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 2-1 tapið gegn Tékklandi í umspili fyrir Evrópumótið í dag, en það er bara hálfleikur, eins og hann orðaði það.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland náði forystu á 26. mínútu eftir að Sævar Atli Magnússon fiskaði vítaspyrnu. Hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og var dómarinn fljótur að benda á punktinn.

Sævar skoraði af miklu öryggi en Tékkarnir jöfnuðu átta mínútum síðar. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Já, þetta var hrikalega svekkjandi. Tékkarnir fengu aðeins fleiri færi en við og náðum ekki alveg að nýta okkur sénsa eins vel og við ætluðum okkur. Núna er fyrri hálfleikur og þurfum að gera aðeins betur í seinni leiknum," sagði Róbert Orri við Fótbolta.net.

Róbert segir að liðið gat gert betur en það gerði í dag. Nú er það bara að mæta af krafti í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

„Þetta var allt í lagi en getum gert betur. Fyrsta markið var klaufalegt hvernig það kemur en man ekki hvernig annað markið var. Við þurfum að hafa einbeitinguna allan tímann og megum ekki slökkva á okkur einu sinni í leiknum þá refsa þeir."

Íslenska liðið gat haldið betur í boltann í stað þess að flengja honum fram en nú fara leikmenn beint í það að skoða hvað mátti betur fara í dag.

„Já, eftir leikinn er stundum erfiðara að átta sig á því hvernig leikurinn var. Maður horfir kannski á hann aftur en hefðum getað haldið lengur í boltann, aðeins þegar við komum út. Fannst við aðeins vera að flengja honum," sagði hann en hann ræddi einnig um tíma sinn hjá félagsliði sínu, Montreal, í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner