Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 23. september 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Fyrsta markið var klaufalegt
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 2-1 tapið gegn Tékklandi í umspili fyrir Evrópumótið í dag, en það er bara hálfleikur, eins og hann orðaði það.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland náði forystu á 26. mínútu eftir að Sævar Atli Magnússon fiskaði vítaspyrnu. Hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og var dómarinn fljótur að benda á punktinn.

Sævar skoraði af miklu öryggi en Tékkarnir jöfnuðu átta mínútum síðar. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Já, þetta var hrikalega svekkjandi. Tékkarnir fengu aðeins fleiri færi en við og náðum ekki alveg að nýta okkur sénsa eins vel og við ætluðum okkur. Núna er fyrri hálfleikur og þurfum að gera aðeins betur í seinni leiknum," sagði Róbert Orri við Fótbolta.net.

Róbert segir að liðið gat gert betur en það gerði í dag. Nú er það bara að mæta af krafti í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

„Þetta var allt í lagi en getum gert betur. Fyrsta markið var klaufalegt hvernig það kemur en man ekki hvernig annað markið var. Við þurfum að hafa einbeitinguna allan tímann og megum ekki slökkva á okkur einu sinni í leiknum þá refsa þeir."

Íslenska liðið gat haldið betur í boltann í stað þess að flengja honum fram en nú fara leikmenn beint í það að skoða hvað mátti betur fara í dag.

„Já, eftir leikinn er stundum erfiðara að átta sig á því hvernig leikurinn var. Maður horfir kannski á hann aftur en hefðum getað haldið lengur í boltann, aðeins þegar við komum út. Fannst við aðeins vera að flengja honum," sagði hann en hann ræddi einnig um tíma sinn hjá félagsliði sínu, Montreal, í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner