Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 23. september 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Fyrsta markið var klaufalegt
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 2-1 tapið gegn Tékklandi í umspili fyrir Evrópumótið í dag, en það er bara hálfleikur, eins og hann orðaði það.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland náði forystu á 26. mínútu eftir að Sævar Atli Magnússon fiskaði vítaspyrnu. Hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og var dómarinn fljótur að benda á punktinn.

Sævar skoraði af miklu öryggi en Tékkarnir jöfnuðu átta mínútum síðar. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Já, þetta var hrikalega svekkjandi. Tékkarnir fengu aðeins fleiri færi en við og náðum ekki alveg að nýta okkur sénsa eins vel og við ætluðum okkur. Núna er fyrri hálfleikur og þurfum að gera aðeins betur í seinni leiknum," sagði Róbert Orri við Fótbolta.net.

Róbert segir að liðið gat gert betur en það gerði í dag. Nú er það bara að mæta af krafti í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

„Þetta var allt í lagi en getum gert betur. Fyrsta markið var klaufalegt hvernig það kemur en man ekki hvernig annað markið var. Við þurfum að hafa einbeitinguna allan tímann og megum ekki slökkva á okkur einu sinni í leiknum þá refsa þeir."

Íslenska liðið gat haldið betur í boltann í stað þess að flengja honum fram en nú fara leikmenn beint í það að skoða hvað mátti betur fara í dag.

„Já, eftir leikinn er stundum erfiðara að átta sig á því hvernig leikurinn var. Maður horfir kannski á hann aftur en hefðum getað haldið lengur í boltann, aðeins þegar við komum út. Fannst við aðeins vera að flengja honum," sagði hann en hann ræddi einnig um tíma sinn hjá félagsliði sínu, Montreal, í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner