Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   fös 23. september 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Fyrsta markið var klaufalegt
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 2-1 tapið gegn Tékklandi í umspili fyrir Evrópumótið í dag, en það er bara hálfleikur, eins og hann orðaði það.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland náði forystu á 26. mínútu eftir að Sævar Atli Magnússon fiskaði vítaspyrnu. Hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og var dómarinn fljótur að benda á punktinn.

Sævar skoraði af miklu öryggi en Tékkarnir jöfnuðu átta mínútum síðar. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Já, þetta var hrikalega svekkjandi. Tékkarnir fengu aðeins fleiri færi en við og náðum ekki alveg að nýta okkur sénsa eins vel og við ætluðum okkur. Núna er fyrri hálfleikur og þurfum að gera aðeins betur í seinni leiknum," sagði Róbert Orri við Fótbolta.net.

Róbert segir að liðið gat gert betur en það gerði í dag. Nú er það bara að mæta af krafti í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

„Þetta var allt í lagi en getum gert betur. Fyrsta markið var klaufalegt hvernig það kemur en man ekki hvernig annað markið var. Við þurfum að hafa einbeitinguna allan tímann og megum ekki slökkva á okkur einu sinni í leiknum þá refsa þeir."

Íslenska liðið gat haldið betur í boltann í stað þess að flengja honum fram en nú fara leikmenn beint í það að skoða hvað mátti betur fara í dag.

„Já, eftir leikinn er stundum erfiðara að átta sig á því hvernig leikurinn var. Maður horfir kannski á hann aftur en hefðum getað haldið lengur í boltann, aðeins þegar við komum út. Fannst við aðeins vera að flengja honum," sagði hann en hann ræddi einnig um tíma sinn hjá félagsliði sínu, Montreal, í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner