Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 23. september 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Fyrsta markið var klaufalegt
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður U21 árs landsliðsins, var svekktur eftir 2-1 tapið gegn Tékklandi í umspili fyrir Evrópumótið í dag, en það er bara hálfleikur, eins og hann orðaði það.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland náði forystu á 26. mínútu eftir að Sævar Atli Magnússon fiskaði vítaspyrnu. Hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og var dómarinn fljótur að benda á punktinn.

Sævar skoraði af miklu öryggi en Tékkarnir jöfnuðu átta mínútum síðar. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Já, þetta var hrikalega svekkjandi. Tékkarnir fengu aðeins fleiri færi en við og náðum ekki alveg að nýta okkur sénsa eins vel og við ætluðum okkur. Núna er fyrri hálfleikur og þurfum að gera aðeins betur í seinni leiknum," sagði Róbert Orri við Fótbolta.net.

Róbert segir að liðið gat gert betur en það gerði í dag. Nú er það bara að mæta af krafti í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

„Þetta var allt í lagi en getum gert betur. Fyrsta markið var klaufalegt hvernig það kemur en man ekki hvernig annað markið var. Við þurfum að hafa einbeitinguna allan tímann og megum ekki slökkva á okkur einu sinni í leiknum þá refsa þeir."

Íslenska liðið gat haldið betur í boltann í stað þess að flengja honum fram en nú fara leikmenn beint í það að skoða hvað mátti betur fara í dag.

„Já, eftir leikinn er stundum erfiðara að átta sig á því hvernig leikurinn var. Maður horfir kannski á hann aftur en hefðum getað haldið lengur í boltann, aðeins þegar við komum út. Fannst við aðeins vera að flengja honum," sagði hann en hann ræddi einnig um tíma sinn hjá félagsliði sínu, Montreal, í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner