fös 23. september 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Þetta er skref í rétta átt
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, sá margt jákvætt í leik sinna manna í 1-0 tapinu fyrir Ítalíu í Þjóðadeildinni í kvöld, en úrslitin þýða að England spilar í B-deildinni í næstu keppni.

Enska liðið skapaði sér mörg góð færi í leiknum en eins og áður í keppninni tókst liðinu ekki að skora.

England hefur ekki enn skorað úr opnu spili í keppninni og er það farið að valda miklum áhyggjum hjá ensku þjóðinni.

Það mátti ekki sjá á Southgate að hann væri órólegur en hann segir liðið á leið í rétta átt þrátt fyrir tapið.

„Það er erfitt fyrir mig að vera of harður í gagnrýni á frammistöðu leikmanna. Við vorum meira með boltann, með fleiri skot og fleiri skot á markið. Við spiluðum mjög vel stóran hluta af leiknum."

„Þetta er kafli þar sem úrslit eru það sem allir bregðast við en ég sá margt jákvætt fyrir okkur sem lið í kvöld. Margir leikmenn sem áttu góðan leik og persónulega fannst mér þessi frammistaða skref í rétta átt. Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir að vegna úrslitanna þá verða viðbrögðin ekki þau sömu,"
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner