De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 23. september 2023 10:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mun Ronaldo sannfæra De Gea? - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Spænski markvörðurinn David de Gea er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar. Þessi 32 ára gamli leikmaður gæti lagt hanskana á hilluna ef hann fær ekki tilboð um að vera aðalmarkvörður hjá stóru liði. (Guardian)

Cristiano Ronaldo, 38, hefur reynt að sannfæra De Gea, fyrrum samherja sinn hjá Manchester United, um að skrifa undir hjá sádí-arabíska félaginu Al-Nassr en markvörðurinn vill frekar vera áfram í Evrópu. (90min)

Martin Ödegaard, 24, fyrirliði Arsenal hefði getað gengið til liðs við Tottenham sem unglingur áður en Zinedine Zidane sannfærði hann um að ganga til liðs við Real Madrid. (Mirror)

Jesse Lingard, 30, mun æfa með Al-Ettifaq og gæti farið þangað á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Nottingham Forest í júní. (Fabrizio Romano)

Barcelona telur að Atletico Madrid vilji fá 80 milljónir evra fyrir Joao Felix og Manchester City vilji fá 25 milljónir evra fyrir Joao Cancelo en þeir eru á láni hjá spænska félaginu á þessari leiktíð. (Mundo Deportivo)

Jurgen Klopp hafnaði því að gerast landsliðsþjálfari Þýskalands áður en þeir snéru sér að Julian Nagelsmann. (Telegraph)

Umboðsmaður Moises Caicedo segir að þessi 21 árs gamli miðjumaður vildi aðeins ganga til liðs við Chelsea í sumar þrátt fyrir að Liverpool hafi boðið 111 milljónir punda í hann en Chelsea hafði sýnt honum áhuga frá því í janúar. (Sport Italia)

Matthijs de Ligt, 24, er orðinn mjög pirraður á fáum tækifærum í byrjunarliði Bayern Munchen á tímabilinu. (Bild)

Weston McKennie miðjumaður Juventus fær líklega nýjan samning ef þessi 25 ára gamli Bandaríkjamaður nær að sanna sig fyrir Massimiliano Allegri stjóra liðsins. (Calciomercato)

Newcastle er á meðal félaga sem fylgist með Carlos Alcaraz, 20, miðjumanni Southampton. (Talksport)

Francesco Camarda, 15 ára gamall framherji AC Milan er undir smásjá Manchester City og Dortmund eftir að hafa skoraði mikið með unglingaliðum ítalska félagsins. (Calciomercato)

Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð í miðjumanninn Giovani Lo Celso, 27, í janúar jafn vel þó að Argentínumaðurinn hefur fengið endurnýjun lífdaga hjá Ange Postecoglou. (Football Insider)

Manchester United vill framlengja samningi sínum við Hannibal Mejbri, 20, en samningur hans við félagið rennur út á næsta ári. (90min)


Athugasemdir
banner
banner
banner