Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 23. október 2020 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Alisson valinn í brasilíska landsliðið - Vinicius kemur inn
Alisson er í brasilíska hópnum
Alisson er í brasilíska hópnum
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool á Englandi, er í brasilíska landsliðshópnum sem mætir Venesúela og Úrúgvæ um miðjan nóvember en hópurinn var gefinn út í dag.

Alisson hefur verið frá í síðustu leikjum Liverpool vegna meiðsla og ekki getað tekið þátt en spænski markvörðurinn Adrian hefur staðið á milli stanganna í fjarveru hans.

Það virðist styttast í endurkomu Alisson því í dag var hann valinn í brasilíska landsliðið. Liðið mætir Venesúela 14. nóvember og spilar svo við Úrúgvæ þremur dögum síðar.

Gabriel Jesus, framherji Manchester City, er einnig í hópnum, en hægt er að sjá hópinn í heild hér fyrir neðan.

Liverpool og Real Madrid eiga bæði þrjá fulltrúa í hópnum en Manchester City, Flamengo, Paris Saint-Germain, Palmeiras og Juventus eiga öll tvo fulltrúa.

Hópur Brasilíu:
Alisson (Liverpool), Ederson (Manchester City), Weverton (Palmeiras); Alex Telles (Manchester United), Danilo (Juventus), Eder Militao (Real Madrid), Gabriel Menino (Palmeiras), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Renan Lodi (Atletico Madrid), Rodrigo Caio (Flamengo), Thiago Silva (Chelsea); Arthur (Juventus), Casemiro (Real Madrid), Douglas Luiz (Aston Villa), Everton Ribeiro (Flamengo), Fabinho (Liverpool), Philippe Coutinho (Barcelona); Everton (Benfica), Gabriel Jesus (Manchester City), Neymar (Paris Saint-Germain), Richarlison (Everton), Roberto Firmino (Liverpool), Vinicius Junior (Real Madrid).
Athugasemdir
banner
banner
banner