Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter ekkert að fara að ríghalda í Eriksen
Eriksen í leik með Inter.
Eriksen í leik með Inter.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen virðist vera frjálst að fara frá Inter í janúarglugganum.

Eriksen kom til Inter frá Tottenham fyrir tæpu ári síðan en hefur gengið erfiðlega að fá spiltíma hjá Antonio Conte. Hann hefur ekki reynst mikilvægur fyrir Inter.

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri ítalska úrvalsdeildarfélagsins, hefur gefið í skyn að Inter sé tilbúið að selja danska landsliðsmanninn í janúar.

„Christian hefur hagað sér eins og fagmaður en í janúar munum við ákveða um framtíð hans. Við erum ekki í viðræðum við neitt félag en munum sjá til hvað gerist á næstu vikum," sagði Marotta við DAZN.

Eriksen skoraði bæði mörk Danmerkur gegn Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir rúmri viku síðan. Bæði mörkin komu af vítapunktinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner