Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. nóvember 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Mynd: Firmino var sentimetra frá því að skora
Roberto Firmino, framherji Liverpool, var einungis sentimetra frá því að skora í leiknum gegn Leicester í gær samkvæmt marklínutækninni.

Í stöðunni 2-0 átti Firmino skot að marki en Leicester bjargaði sentimetra áður en boltinn fór yfir línuna.

Firmino náði síðan að skora langþráð mark með skalla eftir hornspyrnu undir lok leiks. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með það mark.

„Mjög! Hann á líka nýtt met núna. Næst því að skora í marklínutækninni. Ég vil óska honum til hamingju með það," sagði Klopp léttur í bragði.

Hér að neðan má sjá hvernig atvikið leit út í marklínutækninni.


Athugasemdir
banner
banner