Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Carrick þreytir frumraun sína
Man Utd mætir Villarreal á Spáni
Man Utd mætir Villarreal á Spáni
Mynd: EPA
Chelsea spilar við Juventus
Chelsea spilar við Juventus
Mynd: EPA
Fimmta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld en Michael Carrick, bráðabirgðastjóri Manchester United, þreytir frumraun sína.

Carrick verður á hliðarlínunni er Man Utd heimsækir Villarreal í F-riðlinum. United er á toppnum í riðlinum sem stendur en liðið þarf þó að ná stigum úr leiknum. Young Boys mætir þá Atalanta í Sviss.

Barcelona getur tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitin er liðið fær Benfica í heimsókn í E-riðli. Bayern er búið að tryggja sæti sitt en getur gulltryggt efsta sætið.

Austurríska liðið Red Bull Salzburg getur komið sér í 16-liða úrslitin með sigri á Lille og þá spilar Sevilla við Wolfsburg.

Stærsti leikur kvöldsins er leikur Chelsea og Juventus í H-riðli en Juventus, sem er búið að tryggja sig í 16-liða úrslitin getur eignað sér toppsætið með hagstæðum úrslitum. Malmö mætir þá Zenit frá Rússlandi.

Leikir dagsins:

F-riðill
17:45 Villarreal - Man Utd
20:00 Young Boys - Atalanta

E-riðill
17:45 Dynamo K. - Bayern
20:00 Barcelona - Benfica

G-riðill
20:00 Lille - Salzburg
20:00 Sevilla - Wolfsburg

H-riðill
20:00 Chelsea - Juventus
20:00 Malmo FF - Zenit
Athugasemdir
banner
banner