Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 24. janúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
West Ham að fá framherja á láni
West Ham er í viðræðum um að fá framherjann Serhou Guirassy á láni frá Amiens í Frakklandi.

Amiens vildi upphaflega selja Guirassy en félagið er nú til í að lána hann með möguleika á sölu í sumar.

Hinn 23 ára gamli Guirassy hefur skorað fjögur mörk í tólf leikjum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur.

West Ham er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og David Moyes vill fá sóknarmann til að styrkja liðið fyrir fallbaráttuna framundan.
Athugasemdir
banner