Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 24. janúar 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thierry Small yngsti leikmaður í sögu Everton - Fæddur eftir EM 2004
Thierry Small.
Thierry Small.
Mynd: Getty Images
Efnilegur leikmaður að nafni Thierry Small fékk eldskírn sína með aðalliði Everton í 3-0 sigri á Sheffield Wednesday í kvöld.

Þessi leikmaður er aðeins 16 ára og 176 daga gamall. Hann bætti met Jose Baxter með því að koma inn á og er hann núna yngsti leikmaður í sögu Everton.

Hann er fæddur eftir Evrópumótið 2004 þar sem Grikkland fór með sigur af hólmi.

Það stefnir í bjarta framtíð hjá þessum leikmanni en hann spilar í stöðu vinstri bakvarðar. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Bayern München og Juventus en akkúrat núna er hann viðloðandi aðallið Everton og fróðlegt verður að sjá hvort hann fái fleiri tækifæri þar á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner