Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez aðstoðar Gerrard á leikmannamarkaðnum
Bentancur reynir hjólhestaspyrnu.
Bentancur reynir hjólhestaspyrnu.
Mynd: EPA
Luis Suarez, sóknarmaður Atletico Madrid, er að aðstoða gamla liðsfélaga sinn, Steven Gerrard, á félagaskiptamarkaðnum.

Gerrard starfar í dag sem stjóri Aston Villa og hann er að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn á meðan janúarglugginn er opinn. Rodrigo Bentancur, leikmaður Juventus, er á óskalistanum.

John Percy, fréttamaður Telegraph, segir frá því að Gerrard hafi leitað til Suarez varðandi Bentancur. Þeir eru nefnilega liðsfélagar í landsliði Úrúgvæ og þekkir Suarez því vel til leikmannsins sem Gerrard er að skoða.

Percy segir að Bentancur hafi verið góða umsögn frá Suarez og hann sé núna efstur á óskalista Aston Villa eftir að Brighton hafnaði 25 milljón punda tilboði þeirra í Yves Bissouma.

Bentancur, sem er öflugur miðjumaður, er ekki fremstur í goggunarröðinni hjá Juventus.

Aston Villa hefur nú þegar samið við Lucas Digne og Philippe Coutinho, en þeir eru ekki hættir á markaðnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner