Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   þri 24. janúar 2023 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuanzebe byrjaður að æfa eftir langa fjarveru
Mynd: EPA
Axel Tuanzebe, leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Varnarmaðurinn tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í vikunni. Síðasti leikur hans kom í tapi gegn Fiorentina fyrir rétt rúmlega ári síðan. Það var bikarleikur með Napoli þar sem hann var seinni hluta síðasta tímabils.

Miðvörðurinn, sem er uppalinn hjá United, á hálft ár eftir af samningi sínum við félagið sem getur framlengt samninginn um eitt ár til viðbótar. Hann er 25 ára gamall sem á að baki 37 keppnisleiki fyrir United. Hann er fæddur í Lýðveldinu Kongó en lék á sínum tíma með yngri landsliðum Englands.

Hann hefur ekki spilað með United frá því í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021. Hann var lánaður út á síðasta tímabili og verið frjarri góðu gamni á þessu tímabili.

Enskir fjölmiðlar telja að Tuanzebe verði hjá United út tímabilið, verði ekki lánaður í burtu í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner