Sóknarmaðurinn Teemu Pukki er kominn heim til Finnlands en hann hefur skrifað undir samning við HJK Helsinki.
Hann kemur til HJK frá Minnesota United þar sem hann hefur leikið frá árinu 2023.
Hann kemur til HJK frá Minnesota United þar sem hann hefur leikið frá árinu 2023.
Pukki er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Norwich þar sem hann lék frá 2018 til 2023. Hann spilaði yfir 200 leiki fyrir Kanarífuglana og skoraði 88 mörk í þeim.
Hjá Minnesota spilaði hann 43 leiki og skoraði 14 mörk en hann hefur einnig leikið með Sevilla, Schalke, Celtic og Bröndby á ferli sínum.
Pukki lék með HJK, sem er stærsta félag Finnlands, frá 2010 til 2011 og skoraði þá 19 mörk í 38 leikjum.
Athugasemdir