mán 24. febrúar 2020 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar sagðist ekki ætla á karníval en er núna laus
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Neymar fékk tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Paris Saint-Germain vann 4-3 sigur á Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni.

Marquinhos skoraði tvennu og voru Kylian Mbappe og Edinson Cavani einnig á skotskónum í gær. Neymar var eitthvað pirraður í uppbótartíma leiksins því hann sparkaði Yacine Adli, leikmann Bordeaux, og fékk sitt annað gula spjald.

Neymar verður því í banni gegn Rúnari Alex Rúnarssyni og félögum í Dijon næsta laugardag.

Neymar birti myndband á Instagram fyrir helgi þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki fara á karníval í Rio de Janeiro í Brasilíu þetta árið.

Hvert einasta ár síðan 2014 hefur hann annað hvort verið meiddur eða í banni á þessum tíma árs - í kringum karnívalið heima fyrir og afmælisdag systur hans.

Þetta ár átti að vera öðruvísi, þangað til hann fékk rautt spjald. Það er þó ekki víst að hann skelli sér heim til Brasilíu eins og hann er vanur að gera.

Hér að neðan má sjá rauða spjaldið sem Neymar fékk í gær.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner