mán 24. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba vill ekki sjá Liverpool vinna en segir þá eiga það skilið
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir Liverpool eiga það skilið að verða Englandsmeistaratitilinn.

Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár. Liðið er á toppnum með 22 stiga forskot.

Pogba segist sem leikmaður Manchester United ekki vilja sjá Liverpool vinna titilinn, en hann segir lærisveina samt sem áður eiga hann skilið.

„Þeir eru langt á undan öllum öðrum," sagði Pogba við ESPN. „Þeir hafa ekki tapað leik í deildinni og eru nú þegar með eina hendi á bikarnum."

„Sem leikmaður Manchester United þá vil ég ekki að þeir vinni titilinn. Við viljum ekki að einn né neinn fyrir utan okkur vinni titilinn. En sem fótboltaunnandi og sem leikmaður sem virðir andstæðinginn, þá verð ég að segja að þeir eiga skilið að vera á þeim stað sem þeir eru."

Pogba hefur ekki mikið getað hjálpað Manchester United á tímabilinu vegna meiðsla. Man Utd er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner