Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. febrúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Angelino vandar Guardiola ekki kveðjurnar
Angelino leikur núna með RB Leipzig í Þýskalandi.
Angelino leikur núna með RB Leipzig í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Spænski bakvörðurinn Angelino segist ekki hafa fengið tækifæri til að sanna sig undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City.

Hann segir jafnframt að Guardiola hafi drepið sjálfstraust sitt.

Angelino, sem er 24 ára, skrifaði undir fjögurra ára samning hjá RB Leipzig í Þýskalandi fyrir nokkrum dögum síðan eftir að hafa verið þar í láni frá Manchester City.

Hann fór á láni til PSV Eindhoven í Hollandi 2018 og sneri aftur til Man City árið eftir. Hann gagnrýnir Guardiola fyrir það hvernig hann kom fram við sig.

„Pep drap sjálfstraustið mitt. Hann dæmdi mig á tveimur undirbúningsleikjum og gaf mér ekki tækifæri eftir það. Ég var ánægður að fara til Leipzig og ég er ánægður að vera mikilvægur hluti af liðinu," sagði Angelino við blaðamenn samkvæmt Goal.

Þegar hann var beðinn um að útskýra muninn á Julian Nagelsmann, ungum stjóra Leipzig, og Guardiola sagði hann: „Annar þeirra gaf mér sjálfstraust og leyfði mér að spila. Hinn ekki. Ég hef fundið fyrir trausti frá fyrsta degi í Leipzig."
Athugasemdir
banner
banner
banner