Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 24. febrúar 2021 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía síðasta liðið sem fer beint á EM eftir 12-0 sigur
Ítalía vann 12-0 sigur á Ísrael í dag.
Ítalía vann 12-0 sigur á Ísrael í dag.
Mynd: Getty Images
Ítalía varð í kvöld þrettánda liðið til að tryggja sig inn á Evrópumót kvenna sem fer fram í Englandi á næsta ári.

Ítalía gerði sér lítið fyrir og vann mjög svo sannfærandi 12-0 sigur gegn Ísrael í dag.

Sigurinn tryggði farseðilinn á EM fyrir Ítalíu. Þær komast inn á mótið sem eitt af þeim þremur liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti í undanriðlinum. Þær fara þá leið á mótið ásamt Íslandi og Austurríki.

Það eru 13 lið komin inn á mótið núna og þrír farseðlar í viðbót í boði.

Síðustu liðin til að komast inn á mótið þurfa að fara í gegnum umspil sem verður spilað í apríl. Þau sex lið sem enduðu í öðru sæti í undanriðlunum og komust ekki beint á mótið taka þátt í umspilinu.

Liðin sem eru komin á mótið: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Holland, Noregur, Svíþjóð, Spánn og Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner
banner