Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   mið 24. febrúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Barcelona spilar við Elche á Nou Camp
Barcelona mætir Elche í spænsku deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á Nou Camp og hefst klukkan 18:00.

Börsungar hafa ekki riðið feitum hesti á þessari leiktíð. Liðið er í basli í deildinni og situr í 4. sæti, átta stigum frá toppliði Atlético Madríd.

Liðið gerði 1-1 jafntefli við Cadiz í síðustu umferð þar sem Clement Lenglet fékk á sig vítaspyrnu undir lok leiks. Þörf er á betri spilamennsku frá liðinu sem virðist vera að ganga í gegnum erfiða tíma.

Leikur dagsins:
18:00 Barcelona - Elche
Athugasemdir
banner