Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 24. febrúar 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Guðmunds tekur við Kormáki/Hvöt (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmundsson, sem er markahæsti fótboltamaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Kormákar/Hvöt.

Þetta kemur fram á Feykir.is í kvöld.

Tryggvi á glæstan feril sem leikmaður. Hann spilaði með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild hér á landi. Þá lék hann einnig sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð og með Stoke City á Englandi. Ásamt því spilaði Tryggvi 42 A-landsleiki og skoraði í þeim 12 mörk.

Hann er fyrrum aðstoðarþjálfari ÍBV og fyrrum aðalþjálfari Vængja Júpiters í 3. deild.

Hann tekur núna við Kormáki/Hvöt en liðið leikur í fjórðu deildinni. Kormákur/Hvöt komst alla leið í undanúrslit á síðasta tímabili og spilaði þar um sæti í 3. deildinni. Liðið tapaði gegn ÍH í undanúrslitum og leikur því aftur í fjórðu deild í sumar. Félagið stefnir á að leika í 3. deild sumarið 2022.

Tryggvi verður í sumar búsettur á Blönduósi og hefur þegar tekið til starfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner