Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2023 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Þurfum að blanda Haaland meira inn í leikina
Mynd: Getty Images

Erling Haaland framherji Manchester City er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 26 mörk, níu mörkum meira en Harry Kane sem er í 2. sæti.


Þrátt fyrir það hefur Norðmanninum gengið illa að skora að undanförnu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni og einhverjir sagt að liðið sé betra án hans.

„Þetta er okkur að kenna, Erling hefur verið góður allt tímabilið. Þetta er engin mælieining, ég veit um leið og leiknum lýkur hvort hann var inn í honum eða ekki og hver þarf að vera meira inn í leiknum eða ekki," sagði Guardiola.

„Ég þarf ekki tölur eða mælieiningar, ég veit þetta upp á hár. Auðvitað er þetta í okkar höndum, við þurfum að blanda honum meira inn í leikina."

Þá var hann sérstaklega gagnrýndur fyrir að komast lítið í takt við leikinn gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni.

„Það er rétt hjá þér, hann snerti boltann ekki nóg í síðasta leik en gegn Nottingham fékk hann tækifæri í báðum hálfleikunum," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner