Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Liverpool svona á næsta tímabili?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir það ljóst að félagið þurfi að gera eitthvað næsta sumar. Liðið er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði 2-5 gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

„Við vitum að við þurfum að vera betri, það þarf að breyta ýmsu. Það er ljóst að eitthvað þarf að gera í sumar," segir Klopp.

Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain verða samningslausir í sumar og sóknarmaðurinn Roberto Firmino einnig.

Það verður líklegra og líklegra að Mason Mount yfirgefi Chelsea í sumar og hann er orðaður við Liverpool. Þá hyggst félagið vera með í slagnum um Jude Bellingham, miðjumann Borussia Dortmund.

Mirror setti saman hvernig Liverpool gæti mögulega litið út á næsta tímabili:
Athugasemdir
banner
banner