Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 24. febrúar 2024 11:45
Aksentije Milisic
Casemiro: Man Utd mun eiga einn besta miðjumann deildarinnar næstu ár
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Casemiro, leikmaður Manchester United, hefur hrósað Englendingnum unga, Kobbie Mainoo, í hástert en Mainoo hefur slegið í gegn í liði United á þessari leiktíð.


Mainoo meiddist á undirbúningstímabilinu og missti því af byrjun tímabils en eftir að hann mætti í liðið hefur hann átt hverja góðu frammistöðuna á fætur annarri. Hann skoraði stórbrotið sigurmark gegn Wolves í uppbótartíma á dögunum og þá er hann orðinn fastamaður á miðjunni hjá United.

Hann hefur spilað undanfarna leiki með Casemiro sér við hlið en Brassinn er mjög hrifinn af samherja sínum og hrósaði honum mikið.

„Ég veit að Manchester United mun eiga einn besta miðjumann deildarinnar næstu ár, auðveldlega,” sagði Casemiro.

Nathan Salt, íþróttafréttamaður Daily Mail, fór fögrum orðum um samvinnu Casemiro og Mainoo.

„Þetta eru tveir leikmenn sem eru á mjög mismunandi stigum ferilsins. Annar er fimmfaldur Meistaradeildarmeistari og hinn er átján ára ungstirni úr akademíunni," sagði Salt.”

„Reynsla Casemiro getur flýtt fyrir þroska Kobbie. Ég sé það í klefanum og á vellinum. Þeir eru að tala saman og Casemiro er að reyna að hjálpa og styðja við Kobbie. Mainoo er algjör gimsteinn sem United hefur í höndunum og getur bæði leikið í sexu- og áttuhlutverkinu á miðjunni."

„Hann hefur komið inn með orku sem vantaði í fyrra hluta mótsins þegar Casemiro var við hlið Sofyan Amrabat eða Christian Eriksen sem hafa aðra eiginleika en Mainoo. Það eru fáir betri leiðbeinendur fyrir Maino en afreksmaður eins og Casemiro," sagði Salt.


Athugasemdir
banner
banner