Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað leik Valencia eftir mannskæðan eldsvoða
Mynd: Getty Images
Það eru að minnsta kosti tíu látnir eftir eldsvoða í Valencia sem rústaði tveimur íbúðablokkum. Um fimmtán manns til viðbótar er saknað í rústunum og þá særðust fimmtán manns en eru ekki í lífshættu.

Það ríkir mikil sorg vegna málsins í Valencia og bað félagið um að fá að fresta viðureign sem átti að fara fram í dag gegn Granada. Fallist var á að fresta viðureigninni um ókominn tíma.

Meira en 20 slökkviteymi tækluðu eldinn en mikill vindur dreifði eldinum hraðar og gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.

Sérfræðingar segja að blokkirnar sem lentu í eldsvoðanum hafi verið klæddar afar eldfimri klæðningu, sem hafi hjálpað eldinum að dreifast.
Athugasemdir
banner
banner